HEIS1VH02 - Veisluhöld og hátíðir
Áfanginn fjallar um matreiðslu og skipulag fyrir veislur og hátíðir. Áhersla er lögð á veisluhöld og verklag sem tengjast því að undirbúa og halda veislur. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum og samvinnu við aðra nemendur.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- ýmsum hátíðum og tyllidögum
- að skipuleggja þarf afmæli og annars konar veislur með góðum fyrirvara
- að áætla þarf magn veitinga út frá fjölda gesta
- undirbúningi innkaupalista miðað við fjölda gesta
- hvernig leggja skal á veisluborð fyrir réttan fjölda og mismunandi tilefni
- á því hverju þarf að huga að þegar tekið er á móti gestum
- notkun helstu mælitækja, áhalda og tækja í eldhúsi
- góðum og skipulögðum vinnubrögðum í eldhúsi
- mikilvægi hreinlætis í fjölmenni.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- taka á móti gestum og bjóða upp á veitingar
- skipuleggja afmæli og tækifærisveislur
- beita fjölbreyttum aðferðum og áhöldum við ólíka matargerð
- vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra nemendur
- lesa úr og nota mismunandi uppskriftir
- beita fjölbreyttum aðferðum og áhöldum við ólíka matargerð
- meðhöndla viðeigandi hráefni/ áhöld
- vinna á skipulagðan hátt í eldhúsi
- leggja á borð og ganga frá eftir borðhald
- viðhafa viðeigandi hreinlæti.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skipuleggja og halda veislu
- finna uppskriftir eftir ólíkum leiðum
- útbúa fjölbreyttar veitingar
- nýta tæki og áhöld í eldhúsi við matargerð
- sýna góða umgengni og hreinlæti við matargerð
- fara eftir almennum öryggisatriðum við eldhússtörf
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.