HEIM3HE05 - Heimspeki og kvikmyndir

Áfanginn fjallar í megindráttum um tengsl heimspeki við kvikmyndamiðilinn. Í áfanganum verða teknar fyrir kvikmyndir úr kvikmyndasögunni sem á einn veg eða annan kynna heimspekileg þemu eða heimspekilega hugsun. Lögð er áhersla á að nemendur læri um hinar ýmsu heimspekilegu og siðferðislegu hugmyndir sem kynntar eru í kvikmyndum og sjónvarpsefni og öðlist skilning á því hvernig miðlar eins og kvikmyndaformið geti kynnt hugmyndir og þekkingu á ólíkan hátt en hið ritaða mál. Ekki er notast við neina sérstaka kennslubók, heldur mun kennari úthluta völdum textum sem nemendur munu lesa. Námið er skipt í þrjá hluta: Í fyrsta hlutanum er teknar fyrir kvikmyndir sem fjalla um heimspeki og heimspekinga. Í öðrum hlutanum eru skoðaðar kvikmyndir sem kynna heimspeki og í þeim þriðja kvikmyndir sem geta verið séðar sem heimspeki eða predika heimspeki.

Þekkingarviðmið

  • möguleikum og takmörkunum kvikmyndamiðilsins
  • heimspeki og kvikmyndum sem fræðigrein
  • hugtökum eins og gagnrýnin hugsun, frelsi og réttlæti
  • hugmyndinni um spillingu tungumálsins
  • fagurfræði sem fræðigrein
  • meginkenningum í fagurfræði
  • notkun og tilgang frumspeki
  • meginkenningum í þekkingarfræði

Leikniviðmið

  • lesa og endursegja heimspekilega texta
  • greina heimspekilega þemu í listum og kvikmyndum
  • þekkja siðferðisleg vandamál og geta beitt heimspekilegum hugmyndum til þess að leysa þau
  • gera skipulega grein fyrir sínum eigin skoðunum og viðhorfum
  • hugsa sjálfstætt um heimspekileg álitamál

Hæfnisviðmið

  • skrifa skýran og rökstuddan texta um siðferðilegar, fagurfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir
  • geta þróað sínar eigin kenningar og greiningar á álitamálum í þjóðfélaginu og í kvikmyndamiðlinum
  • beitt gagnrýnni hugsun til að mynda sér sjálfstæðar og upplýstar skoðanir
  • öðlast nýja þekkingu á hnitmiðaðan máta
  • skilja betur stöðu sína í heiminum og þann veruleika sem hann skynjar