FÉLA3OF05 - Ofbeldi

Hverjar eru birtingamyndir ofbeldis? Hver eru helstu viðbrögð við ofbeldi? Hverjar eru afleiðingar fyrir gerendur og fórnarlömb? Er allt ofbeldi slæmt? Verðum við að búa við ofbeldi í okkar samfélagi? Í áfanganum verður fjallað um ofbeldi í víðu samhengi og fjallað um siðferðisleg og félagsleg álitamál þess. Skoðaðar verða mismundandi birtingarmyndir og gerðir ofbeldis eins og; líkamlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, andlegt ofbeldi, einelti, hryðjuverk o.s.frv. svo og möguleg viðbrögð við ofbeldi. Spurt er hvort ofbeldi eigi sér eðlilegar skýringar, hvort að það sé eðlilegur hluti mannsandans og hvort hægt sé að útrýma því. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæða hugsun og vinnubrögð í áfanganum þar sem unnið er með ólíkar heimildir á fjölbreyttan hátt. Nemendur eru hvattir til að horfa með gagnrýnum augum á námsefnið jafnt sem eigin skoðanir og viðhorf en umræður um viðfangsefnið skipa stóran sess í áfanganum. Verkefnavinna miðar að því að nemendur öðlist hæfni til að nýta eigin þekkingu og reynslu við úrlausn erfiðra siðferðislegra álitamála sem gagnist þeim í áframhaldandi námi og starfi.

Þekkingarviðmið

  • ofbeldishugtakinu og ólíkum birtingarmyndum ofbeldis
  • helstu hugtökum sem tengjast ofbeldi til dæmis· einelti, siðalögmál, frelsi, sjálfræði, mannhelgi , forræðishyggja
  • almennum félagsfræðikenningum
  • undirstöðuatriðum siðferðilegrar hugsunar
  • niðurstöðum rannsókna á ofbeldi á Íslandi og á alþjóðavísu
  • lestri fræðilegra texta
  • siðferðislegum álitamálum eins og forræðishyggju, lagalegum forvörnum, lagalegum ramma og refsingum

Leikniviðmið

  • lesa um ofbeldi á fræðilegan hátt
  • endursegja og skýra fræðilegan texta
  • beita gagnrýnni hugsun til úrslausnar siðferðilegra álitaefna
  • rökræða siðferðisleg og félagsfræðileg vandamál
  • meta eigin rök og annarra í fræðilegum samræðum
  • skrifa fræðilegan texta um vandamál ofbeldis í samfélaginu
  • tengja efni áfangans við eigin reynslu og veruleika
  • takast á við erfiðar fræðilegar aðstæður á markvissan hátt
  • skilja rétt fórnarlamba og gerenda

Hæfnisviðmið

  • geta tekið þátt í umræðum fræðileg málefni tengt ofbeldi
  • skilja og þekkja rétt og ábyrgð samfélagsins
  • geta beitt fræðilegri hugsun á markvissan hátt á flestum sviðum lífsins
  • skrifa um ofbeldi á fræðilegan hátt
  • skilja lagalegan rétt aðstandenda, geranda og fórnarlamba ofbeldis
  • vega og meta ólíka hagsmuni til þess að komast að upplýstri og sanngjarnri niðurstöðu
  • geta tileinkað sér nýja þekkingu á markvissan hátt
  • geta skrifað um erfið samfélagsleg og fræðileg vandamál á skýran hátt
  • skilja siðferðilegar skyldur fólks
  • beita félagsfræðilegum og heimspekilegum hugmyndum til þess að leysa úr siðferðislegum vandamálum