FÉLA2BY05 - Almenn félagsfræði

Byrjunaráfangi í félagsfræði sem kynnir nemendum félagsvísindi. Fjallað er um samfélagið í ljósi þeirra áhrifa sem það hefur á einstaklinginn og líf hans. Helstu hugtök félagsfræðinnar eru kynnt. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu nær og fjær svo að þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Nemendur kynna sér félagslega þætti sem stýra hegðun og athöfnum einstaklingsins og keppt er að því að nemendur öðlist skilning á skipulagi eigin samfélags og annarra. Meginmarkmið áfangans er að nemendur átti sig á því hvernig samfélagið hefur áhrif á þá og hvernig þeir geta haft áhrif á samfélagið.

Þekkingarviðmið

  • viðfangsefnum og hugtökum félagsfræðinnar
  • helstu aðferðum félagsfræðinnar
  • þeim félagslegu stofnunum sem hafa áhrif á líf hans til dæmis, fjölskyldan, trúarbrögð, efnahagskerfið og vísindi
  • hvernig hann getur haft áhrif á félagslegar stofnanir
  • réttindum og skyldum hans gagnvart samfélaginu.

Leikniviðmið

  • beita algengustu hugtökum félagsvísinda á skýran og skilmerkilegan hátt
  • afla fjölbreyttra gagna og skrifa heimildaritgerð
  • lesa og skilja umfjöllun um félagsfræðileg mál
  • tjá sig í ræðu og riti um samfélagsleg málefni.

Hæfnisviðmið

  • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
  • geta tekið þátt í umræðum um samfélagsleg málefni og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun
  • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér þær
  • geti beitt öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á eigin námi og unnið í samvinnu við aðra
  • beita algengustu hugtökum félagsvísinda á skýran og skilmerkilegan hátt
  • geti hagnýtt Netið til að afla sér þekkingar um félagsfræðileg viðfangsefni
  • tjá sig skipulega og gagnrýnið um samfélagsleg álitamál
  • geta sett sig í spor annarra.