ENSS1UB02 - Umhverfi, búsvæði og byggingar
Í þessum áfanga er lögð áhersla á umhverfið, bæði manngert og náttúrlegt. Vinnuferlið miðast við að efla færni og sjálfstæði til að afla sér upplýsinga um fjölbreytni heimsins og vekja áhuga á umhverfi og náttúru. Áhersla er á að nemendur kynni sér, í gegnum manngerðar byggingar og búsvæði, líf og tilveru fólks og dýra erlendis og á Íslandi. Með verkefnavinnu velta nemendur fyrir sér umhverfi og menningu í eigin landi og öðrum löndum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- orðaforða í tengslum við efni áfangans
- að skilja samtal á myndbandi
- greiningu fyrirmæla frá kennara á ensku
- lestri texta sem nýtist í áfanganum
- mismunandi híbýlum, náttúrulegum og manngerðum.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- taka þátt samræðum
- lesa og skilja texta og vinna verkefni tengd honum
- nýta sér orðaforða sem tengist híbýlum og byggingum
- tjá sig munnlega um skoðanir sínar, ræða málefni líðandi stundar og halda uppi samræðum
- halda kynningu fyrir samnemendur og/eða kennara.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- túlka megininnhald lesinna texta
- nýta orðaforðann sem áfanginn byggir á
- halda kynningu fyrir samnemendur og/eða kennara
- auka sjálfstraust og trú á eigin getu við að skilja og tjá sig á ensku
- nýta sér læsi í víðu samhengi.