ENSS1TT02 - Tölvur, afþreying og samskipti
Meginstef áfangans er enskur orðaforði sem tengist afþreyingu í tölvum og tækni. Áhersla er lögð á að nemendur kynni sér afþreyingu í tölvum en ekki síst að þeir kynni sín hugðarefni tengd tölvum fyrir samnemendum sínum og kennurum. Með verkefnavinnu velta nemendur tölvutengdri afþreyingu fyrir sér en skoða einnig samskipti og vináttu sem tengist tölvunotkun. Vinnuferlið miðast einnig við að efla sjálfstæða og gagnrýna hugsun þegar kemur að tölvunotkun.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- orðaforða í tengslum við tölvur og tölvunotkun
- ýmsum aldurs- og áhugamiðuðum hugtökum
- réttri stafsetningu algengra orða sem koma fyrir í námsefni
- mikilvægi þess að hafa ensku á valdi sínu bæði á atvinnumarkaði og í einkalífi
- samtali á myndbandi.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- taka þátt í samræðum
- lesa og skilja einfaldan texta og vinna verkefni tengd honum
- byggja upp og bæta við orðaforða sinn með mismunandi aðferðum
- tjá sig munnlega um skoðanir sínar sem og ræða málefni líðandi stundar
- halda stutta kynningu fyrir samnemendur og/eða kennara
- greina framburð algengra orða.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta ritað skilaboð á enskri tungu
- hlusta á og skilja enskan texta
- nota orðaforða og þekkingu í ensku við mismunandi aðstæður
- sýna frumkvæði og sjálfstæði í notkun upplýsingatækni og hjálpargagna sem nýtast í tungumálanámi
- lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni.