ENSS1BÓ02 - Bókmenntir og sagnahefðir
Áfanginn leggur áherslu á að nemendur kynni sér bókmenntir og sagnahefðir á ensku. Með verkefnavinnu þjálfast nemendur í að lesa texta á ensku og ræða innihald hans og umgjörð. Vinnuferlið miðast við að efla færni og sjálfstæði til að velja sér lesefni við hæfi og þjálfast í að tjá sig um það á ensku.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- fjölbreyttum orðaforða í tengslum við efni áfangans
- algengum orðum og orðasamböndum
- réttri stafsetningu algengra orða sem koma fyrir í námsefni
- mikilvægi þess að geta lesið sér til gagns á ensku
- lestri bókmenntatexta sem eykur skilning og orðaforða.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- taka þátt í samræðum
- byggja upp og bæta við orðaforða sinn með mismunandi aðferðum
- lesa og skilja fjölbreytta texta (smásögur, greinar og lengri texta, s.s. skáldsögur)
- finna sér bókmenntir við hæfi á bókasöfnum og öðrum stöðum
- lesa og/eða hlusta á texta sér til gagns og gamans.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- túlka megininnhald lesinna texta
- beita fjölbreyttum aðferðum við að efla orðaforða sinn
- lesa enskar bókmenntir til gagns og gleði
- auka sjálfstraust og trú á eigin getu við að skilja og tjá sig á ensku
- nýta sér læsi í víðu samhengi.