ENSK3YL03 - Yndislestur

Í þessum valáfanga í ensku er áhersla lögð á yndislestur með það fyrir augum að gefa nemendum tækifæri á að skoða fjölbreytt bókmenntaverk og að nemendur þrói bæði lestraráhuga og getu. Nemendur vinna sjálfstætt að verkefnum og þjálfast í að tjá hugsun sína skýrt og rökstyðja skoðanir sínar

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda og dýpri merkingu texta

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa fjölbreyttar gerðir bókmenntatexta
  • lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
  • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta
  • nýta sér umræður og rökræður um efni menningarlegs eðlis
  • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
  • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
  • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum