ENSK3HP05 - Harry Potter, J. K. Rowling and London Baby!
Í áfanganum er fjallað um bækur og kvikmyndir J. K. Rowling um Harry Potter. Farið verður yfir valdar bækur og horft á valdar kvikmyndir, svo verða unnin fjölbreytt verkefni. Bækurnar verða m.a. bornar saman við kvikmyndirnar og fleiri afleidd verk.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- flóknum orðaforða í ensku
- skapandi vinnu úr bókmenntum
- ýmiskonar ritstílum
- fjölbreyttum enskum málsvæðum.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa fjölbreyttar gerðir texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
- lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
- greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta
- nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni menningarlegs eðlis
- átta sig á málfarsmun, mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar
- beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
- tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
- skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
- flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
- skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin
- nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti.