ENSK1UN03 - Almennur orðaforði, málnotkun og ritun

Markmið áfangans er að nemendur nái tökum á undirstöðuatriðum enskrar málfræði, geti skilið daglegt mál og tjáð sig um einfalda hluti munnlega og skriflega. Að nemendur öðlist grunnorðaforða og séu undir það búnir að fara í næsta áfanga. Lögð er áhersla á að nemendur tali skýrt mál og noti það á réttan og viðeigandi hátt. Nemendum er gerð grein fyrir því hvernig þeir geti sjálfir bætt við þekkingu sína og tekið ákvarðanir er varða tungumálanám þeirra. Unnið er markvisst að því að efla sjálfstæði nemenda í námi. Að hver nemandi finni eigin leiðir til að ná árangri í náminu og setji sér markmið. Til þess að nemendur öðlist sjálfstæði í námi er lögð áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt að hinum ýmsu verkefnum og kynningum. Þessi þriggja eininga áfangi er frábrugðinn öðrum ensku áföngum því framvinda er metin jafnt og þétt og nemendur geta unnið eins hratt eða hægt og þeir vilja. Hægt er að ljúka á bilinu einni til þremur einingum. Hafi nemandi lokið öllum fimm lotum áfangans og sýnt viðunandi hæfni í öllum fjórum efnisþáttum telst áfanganum lokið, jafnvel þó önninni sé ekki lokið. Ekki er gefin lokaeinkunn í áfanganum en tilgreint er hve margar einingar nemandi hefur staðist með bókstafnum „S“ og einingafjölda.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda og dýpri merkingu texta
  • grunnorðaforða til hagnýtra nota
  • textasmíð af ýmsum toga

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota uppflettirit eða orðabækur
  • taka þátt í almennum samræðum
  • lesa fjölbreyttar gerðir texta, bæði texta sem tengjast áhugasviði, fræðilega og bókmenntalega
  • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
  • tjá sig munnlega skýrt um málefni sem hann hefur kynnt sér
  • tjá sig skriflega bæði á formlegan og óformlegan hátt
  • nota tengiorð og samtengingar
  • skrifa skipulegan texta og skipta í efnisgreinar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreina og skáldskapar
  • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
  • skrifa formlegan og óformlegan texta og beita rithefðum sem við eiga í textasmíð