EFNA3HE05 - Efnafræði: efnatengi, hraðafræði og efnafræði lofttegunda

Í þessum framhaldsáfanga er haldið áfram með grunnatriði efnafræðinnar jafnframt því sem byggt er ofan á fyrri þekkingu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: skematísk framsetning efnatengja og Lewis myndir, hraði efnahvarfa og hraðalögmálið, tengi innan og á milli sameinda, flokkar lífrænna efna og IUPAC nafnakerfið, og efnafræði lofttegunda.

Þekkingarviðmið

  • skematískri framsetningu tengja, áttureglunni og hvernig tákna má sameindir í fleti og teikna Lewis myndir
  • hraðafræði efnahvarfa og hvarfhraða
  • tengjum innan sameinda og milli sameinda
  • flokkun lífrænna efna og IUPAC nafnakerfinu
  • grunnatriðum efnafræði lofttegunda.

Leikniviðmið

  • teikna Lewis myndir og nota þær til að finna líklegustu samsetningu sameindar
  • greina á milli tengjagerða innan sameinda og milli sameinda
  • finna hraðalögmál út frá tilraunaniðurstöðu og nota jöfnu Arrheniusar
  • greina flokka lífrænna efna og gefa efnunum nöfn samkvæmt IUPAC nafnakerfinu
  • nota gaslíkinguna og reikna hlutþrýsting
  • skrifa skýrslur um tilraunir.

Hæfnisviðmið

  • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
  • túlka efnatákn og efnajöfnur
  • nýta hópavinnu til að leysa flóknari viðfangsefni
  • nýta sér flókinn texta og gögn á markvissan hátt
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • setja niðurstöður úr verklegum æfingum fram á skýran hátt
  • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi í auknum mæli.