DANS1UN03 - Form og orðaforði
Í áfanganum er lögð áhersla á undirstöðuatriði í danskri málfræði og stafsetningu. Farið verður yfir reglur um danskan framburð og nemendur fá æfingu í að nota málið til að tjá sig, bæði munnlega og skriflega Lesnir verða fjölbreyttir textar til að auka lesskilning og auka orðaforða. Nemendur eru jafnframt þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið, sýna frumkvæði og vinna sjálfstætt.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grundvallarþáttum málkerfisins
- almennum orðaforða sem hæfir hæfniviðmiðum þrepsins
- mannlífi, menningu og siðum í Danmörku
- mismunandi formi ritaðs texta.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja almennt talað mál þegar talað er skýrt og greinilega
- lesa texta um efni sem hann þekkir og tileinka sér ný orð í textanum
- tjá sig um efni sem hann þekkir eða hefur undirbúið og beitt framburði og málvenjum á sem réttastan hátt
- skrifa stuttan samfelldan texta um efni sem unnið hefur verið með
- fara eftir þeim meginreglum sem gilda um ritað mál
- nýta sér hjálpargögn.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- halda samtali gangandi og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
- miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á
- skilja talað mál um kunnuglegt viðfangsefni m.a. úr útvarpi og sjónvarpi
- lesa stuttar blaða- og tímaritsgreinar og geta dregið ályktanir af því sem hann les
- skrifa texta bæði frá eigin brjósti og samantektir á tilteknu efni
- auka meðvitund um eigin leiðir til að tileinka sér tungumálið.